Keypt í Krónunni

Ég var einmitt að blogga í gær um verðið á kjúkklingnum og þegar ég las þessa frétt hugsaði ég með mér... ohh mig langar ekki í. En boyj ó boyj ég var að kíkja á pakkann, það fáa sem ég keypti í Krónunni í gær var þessi pakki.... smart með þessu frábæra rekjanleikjanúmeri :/

Mér verður illt við tilhugsunina.  Ég held ég skipti þessum rándýra bakka út fyrir eitthvað allt annað.


mbl.is Grunur um salmonellu í kjúklingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bull er þetta?

Samfylkingin segir að Davíð starfi ekki umboði hennar í Seðlabankanum? Getur maður bara sagt það?  á sama tíma og þeir segjast ekki ætla að kljúfa samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn vegna Davíð... amk sagði Björgvin það í gær.

Þetta er ótrúlega ódýrt hjá Samfylkingunni finnst mér. En ef maður er í ríkisstjórn þá ber maður bara ekki ábyrgð á sumu hjá ríkinu, maður ber ábyrgð á allri stjórnsýslu og líka seðlabankanum. Kjósendur standa í þeirri meiningu og það er grundvallarmisskilningur að halda að annað sé í boði.

og hana nú....


mbl.is Bókunin frá Össuri komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja verðið

Ertu ekki að grínast? Fór í Bónus í dag eins og alla aðra sunnudaga og keypti fyrir vikuna. Í sumar var vikuskammturinn á svona 12 þúsund en núna 18 þúsundogníuhundruð?  Samt sem áður var ég alveg að passa mig, keypti ekki eitt aukasnitti. Það dýrasta var eins og oft áður OSTUR en nú kostar stykkið af honum 1200 krónur.... sæll :/ Svo var það auðvitað hakk og svona en kjúklingabringur... bakkinn kostar 2300 og ég sleppti því.  Hvernig fer fólk að því að kaupa inn í matinn fyrir 10 þ á viku? Ég get það amk ekki ... fyrir 5 manna fjölskyldu og ég held við borðum nú ekkert úr hófi mikið.

Held ég þurfi að fara að skoða þetta blogg hjá henni Láru Ómarsdóttur og sjá hvað ég get lært af henni...

Þetta er auðvitað algjör bilun ? Svo lækka launin bara, reyndar ekki mín ennþá, vonandi þurfa hjúkrunarfræðingar ekki að lækka, enda nýleg launaleiðrétting ekki til skiptana.

 

 


Á dauða mínum átti ég von

Æ ég verð nú að segja það að á dauða mínum átti ég frekar von en að fara að byrja sjálf á þessi bloggi. Ég hef svo sem fylgst vel með fréttum og haft mínar skoðanir en aldrei fundist áhugavert að deila því með neinum svona opinberlega. En af hverju ekki bara að láta vaða? Ef ekki núna þá hvenær?

Nú er bara að læra á apparatið og sjá hvað gerist.

S


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband